„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 23:31 Patrekur Jóhannesson er með virkilega spennandi lið í höndunum að mati Handkastsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti. „Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira