Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2022 10:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir er á sínum stað í hægra horninu hjá Fram. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það. Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það.
2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit
Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00