Sport

Dagskráin: Fótbolti, rafíþróttir, golf og handbolti

Atli Arason skrifar
Fá Harry Maguire og/eða Cristiano Ronaldo mínútur í Móldóvíu?
Fá Harry Maguire og/eða Cristiano Ronaldo mínútur í Móldóvíu? Getty Images

Það eru 12 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Á meðal efnis er Evrópu- og sambandsdeildin í fótbolta, Ljósleiðaradeildin í CS:GO, PGA og LPGA mótin í golfi ásamt Olís-deildunum í handbolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17:45 hefst viðureign Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna.

Strax í kjölfarið, eða klukkan 19:45, eigast Stjarnan og Fram aftur við en í þetta sinn i í Olís-deild karla.

Stöð 2 Sport 2

Manchester United fer í heimsókn til Sheriff í Móldóvíu í annari umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar klukkan 16.35.

Klukkan 18:50 taka Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt á móti Zürich í Evrópudeildinni.

Stöð 2 sport 3

Útsending af leik Trabzonspor og Rauða stjörnunnar hefst klukkan 16:35.

Real Betis og Ludogorets mætast í Evrópudeildinni klukkan 18.50.

Stöð 2 Sport 4

Leikur Djurgården og Molde í Sambandsdeildinni hefst klukkan 16:35

Klukkan 18:50 tekur Istanbul Basaksehir á móti Fiorentina í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 Sport 5

Italian Open á DP World Tour er í beinni útsendingu 06.30.

Klukkan 19:00 er Portland Classic á LPGA Tour.

Fortinet Championship á PGA Tour fer af stað klukkan 22.00.

Stöð 2 eSport

Klukkan 19:30 hefst beint streymi af Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×