Fleiri fréttir

„Gerðum mikið af klaufalegum mistökum“
Valur tapaði fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fram með einu marki 28-27. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ósáttur með tæknifeila Vals í kvöld.

Jafnt hjá Spánarmeisturum Real og bikarmeisturum Betis
Lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld. Levante vann 4-2 útisigur á Rayo Vallecano og þá gerðu Spánarmeistarar Real Madríd markalaust jafntefli við bikarmeistara Real Betis.

Roma tryggði Evrópudeildarsætið með fyrsta sigrinum síðan 10. apríl
Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld með einum leik. Lærisveinar José Mourinho gulltryggðu Evrópudeildarsæti sitt á næstu leiktíð með 3-0 útisigri á Torino. Tvö markanna komu úr vítaspyrnu.

Stórskytta Arsenal áfram í Lundúnum: „Verðum að vinna titla“
Vivianne Miedema, ein albesta knattspyrnukona heims, hefur ákveðið að endursemja við Arsenal þrátt fyrir að vera orðið við lið á borð París Saint-Germain og Barcelona. Hún segir að Skytturnar verði að gera betur.

Gæti leikið í ensku B-deildinni á næstu leiktíð
Samningur Gareth Bale við Spánarmeistara Real Madríd rennur út í sumar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra gæti hann tekið slaginn með Cardiff City í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Hörður Björgvin yfirgefur CSKA Moskvu í sumar
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon mun yfirgefa CSKA Moskvu í sumar. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum rússneska félagsins.

Rosengård enn ósigrað
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 3-0 útisigur á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Thomas Tuchel: Kraftaverk að hafa náð þriðja sætinu án Kante
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er á því að það hafi verið mikið afrek hjá hans mönnum að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni miðað við öll þau meiðslavandræði sem miðjumaðurinn N'Golo Kante glímdi á leiktíðinni.

Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von
Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna.

Richarlison gaf skít í Carragher í nótt
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison sá ástæðu til að hnýta í sparkspeking Sky, gamla Liverpool-manninn Jamie Carragher, í nótt.

Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“
Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg.

„Gefur þeim svakalega mikið“ að hafa kveðið Kópavogsgrýlu í kútinn
Margrét Lára Viðarsdóttir segir sitt gamla lið ÍBV hafa sýnt mikið meiri stöðugleika í upphafi leiktíðar heldur en síðustu ár. Eyjakonur unnu frækinn 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær eftir að hafa skíttapað þar 7-2, 8-0 og 9-2 síðustu þrjú ár.

Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn
Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir.

Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“
Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins.

Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Settur út af sakramentinu eftir að hafa spilað fullur og verið með dólg
Snókerspilarinn Jamie O'Neill hefur verið dæmdur í bann fyrir framkomu sína á móti í undankeppni Opna norður-írska meistaramótsins í fyrra.

Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið
Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins.

„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“
Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar.

Haaland gaf öllum liðsfélögunum milljóna Rolex úr
Erling Braut Haaland kvaddi Borussia Dortmund á dögunum en hann er að ganga til liðs við Manchester City í sumar.

Rose rekinn frá Dortmund
Borussia Dortmund hefur sagt knattspyrnustjóranum Marco Rose upp störfum.

Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið
Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25.

Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld.

U-beygja hjá Mbappé?
Svo virðist sem Kylian Mbappé hafi snúist hugur og verði áfram hjá Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid.

Ekki mikið varið í VAR-ið í enska: Enginn fær að starfa á HM í Katar
Varsjáin eða VAR-ið eins og Bretinn kallar myndbandstuðningskerfi dómaranna í ensku úrvalsdeildinni er oft á milli tannanna á fólki enda eru ensku myndbandsdómararnir oft umdeildir.

Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“
Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til.

Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana
Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum.

Vieira sparkaði í stuðningsmann Everton eftir leikinn
Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var þekktur fyrir að láta finna fyrir sér sem leikmaður en í gær virðist hann því miður hafa rifjað upp góðu gömlu dagana.

Boston fyrsta liðið til að vinna í Miami í úrslitakeppninni og allt jafnt
Boston Celtics jafnaði úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í 1-1 eftir sannfærandi 25 stiga útisigur á Miami Heat í úrslitakeppni NBA í nótt.

Konur dæma á HM karla í fyrsta skipti í sögunni
Í fyrsta skipti í sögunni munu kvenkyns dómarar dæma leiki á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta þegar mótið fer fram í Katar í nóvember og desember síðar á þessu ári.

Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna hefst
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum flotta föstudegi og þar ber hæst að nefna fyrsta leik Fram og Vals í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta.

McIlroy leiðir eftir fyrsta dag
Norður-Írinn Rory McIlroy er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring.

Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins
Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld.

Daníel verður aðstoðarþjálfari Njarðvíkur næstu tvö árin
Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Njarðvíkinga og mun verða Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar næstu tvö árin í Subway-deild karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið
Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6.

Arndís á von á barni og verður ekki meira með Keflavík í sumar
Keflvíkingar verða án Arndísar Snjólaugar Ingvarsdóttur það sem eftir er af tímabili í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Arndís á von á barni og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur
Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok.

Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25.

„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“
Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna.

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur
Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals
Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-1 | Óvæntur útisigur Eyjakvenna
Eyjakonur gerðu góða ferð upp á land og unnu óvæntan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Breiðablik í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Burnley með örlögin í eigin höndum eftir jafntefli gegn Aston Villa
Burnley er í bílstjórasætinu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í kvöld.

Chelsea svo gott sem tryggði þriðja sætið
Chelsea fer ólíklega ofar eða neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu.

Ótrúlegur viðsnúningur bjargaði Everton frá falli
Everton tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Lokatölur 3-2, en gestirnir í Crystal Palave höfðu 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.

Kiel seinasta liðið inn í undanúrslitin
Kiel varð í kvöld fjórða og seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið vann nauman eins marks sigur gegn PSG, 33-32.