Fleiri fréttir

„Gerðum mikið af klaufa­legum mis­tökum“

Valur tapaði fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fram með einu marki 28-27. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ósáttur með tæknifeila Vals í kvöld.

Rosengård enn ó­sigrað

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 3-0 útisigur á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Thomas Tuchel: Kraftaverk að hafa náð þriðja sætinu án Kante

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er á því að það hafi verið mikið afrek hjá hans mönnum að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni miðað við öll þau meiðslavandræði sem miðjumaðurinn N'Golo Kante glímdi á leiktíðinni.

„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“

Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar.

Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið

Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25.

U-beygja hjá Mbappé?

Svo virðist sem Kylian Mbappé hafi snúist hugur og verði áfram hjá Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid.

Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins

Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld.

„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“

Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna.

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur

Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Chelsea svo gott sem tryggði þriðja sætið

Chelsea fer ólíklega ofar eða neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu.

Ótrúlegur viðsnúningur bjargaði Everton frá falli

Everton tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Lokatölur 3-2, en gestirnir í Crystal Palave höfðu 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.

Kiel seinasta liðið inn í undanúrslitin

Kiel varð í kvöld fjórða og seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið vann nauman eins marks sigur gegn PSG, 33-32.

Sjá næstu 50 fréttir