Sport

Settur út af sakramentinu eftir að hafa spilað fullur og verið með dólg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie O'Neill var dæmdur í nokkurra mánaða bann.
Jamie O'Neill var dæmdur í nokkurra mánaða bann. getty/Zac Goodwin

Snókerspilarinn Jamie O'Neill hefur verið dæmdur í bann fyrir framkomu sína á móti í undankeppni Opna norður-írska meistaramótsins í fyrra.

O'Neill mætti drukkinn á keppnisstað og lét óviðeigandi ummæli falla í garð tveggja kvenkyns starfsmanna á mótinu. Þá spilaði hann fullur.

Hinn 35 O'Neill má ekki keppa aftur fyrr en í ágúst og fyrir vikið missir hann af Meistaradeildinni og Evrópumeistaramótinu í snóker.

Auk þess fékk O'Neill 1.500 punda sekt og þarf að greiða 3.200 pund í kostnað. Saman gerir þetta tæplega átta hundruð þúsund íslenskar krónur.

Þrátt fyrir að hafa spilað fullur vann O'Neill umræddan leik, 4-2, gegn Michael Judge.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.