Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir getur náð risastóru takmarki í endurkomu sinni í Amsterdam um helgina. Instagram/@sarasigmunds Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira