Sport

Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna hefst

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fram og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Fram og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Vísir/Elín Björg

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum flotta föstudegi og þar ber hæst að nefna fyrsta leik Fram og Vals í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta.

Við hefjum þó leik á Stöð 2 eSport þar sem fer fram landsleikur í eFótbolta klukkan 14:50.

Klukkan 15:55 er svo komið að leik Eskilstuna og Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stöð 2 Sport 2 þar sem Guðrún Arnardóttir verður í eldlínunni með Rosengård.

Þá heldur PGA-meistaramótið í golfi áfram á Stöð 2 Golf frá klukkan 18:00 í kvöld, en það er eitt af fjórum risamótum ásrins.

Ítalski boltinn lætur sig ekki vanta, en klukkan 18:35 mætast Torino og Roma í lokaumferð Serie A á Stöð 2 Sport 2. Roma getur með sigri tryggt sæti sitt í Evrópudeildinni, en Torino siglir lygnan sjó um miðja deild.

Klukkan 18:50 er svo komið að upphitun fyrir fyrsta leik Fram og Vals í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna á Stöð 2 Sport. Liðin mætast í Safamýri og flautað verður til leiks klukkan 19:30. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar munu svo gera leikinn upp að honum loknum.

Síðast en ekki síst er leikur Golden State Warriors og Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta á dagskrá klukkan 01:00 eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Stríðsmennirnir leiða einvígið 1-0 og geta því komið sér í góða stöðu með sigri á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×