Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga, en Daníel var nú síðast þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla. Hann hætti svo með liðið á miðju seinasta tímabili.
Hann er vel kunnugur Njarðvíkurliðinu. Hann lék með liðinu upp yngri flokkana og meistaraflokk í þrígang. Þá var hann einnig þjálfari liðsins árin 2016-2018,
„Ég hlakka til komandi verkefnis. Það er alltaf gott að vera í Gryfjunni þar sem maður ólst upp. Ég var virkilega hrifinn af því sem liðið var á gera á síðasta tímabili og sömuleiðis hvernig samfélagið var að taka þátt í stemningunni,“ sagði Daníel meðal annars í tilkynningu Njarðvíkinga.