Golf

McIlroy leiðir eftir fyrsta dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rory McIlroy lék manna best á fyrsta degi PGA-meistaramótsins í golfi í kvöld.
Rory McIlroy lék manna best á fyrsta degi PGA-meistaramótsins í golfi í kvöld. Christian Petersen/Getty Images

Norður-Írinn Rory McIlroy er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring.

McIlroy lék holurnar átján á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Jafnir í öðru sæti eru Bandaríkjamennirnir Will Zalatoris og Tom Hoge sem léku báðir á fjórum höggum undir pari.

Þar á eftir koma þeir Matt Kuchar, Abraham Ancer og Justin Thomas á þrmur höggum undir pari, en efsti maður heimslistans, Xander Schauffele, er ásamt níu öðrum kylfingum í áttunda sæti á tveimur höggum undir pari.

Þá eru nokkur stór nöfn sem náðu sér ekki á strik á fyrsta degi mótsins. Dustin Johnson og Jon Rahm léku báðir á tveimur höggum yfir pari og Tiger Woods lauk hringnum á 74 höggum, eða fjórum höggum yfir pari vallarins.

PGA-meistaramótiðí golfi heldur áfram á Stöð 2 Golf á morgun og verður hægt að fylgjast með öllu því helsta sem gerist frá klukkan 18:00.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×