Fleiri fréttir

Pólverjar sóttu sitt fyrsta stig
Pólverjar og Rússar skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á EM í handbolta í dag. Loktölur urðu 29-29, en úrslitin þýða það að möguleikar Rússa á að fara upp úr milliriðli eru nánast orðnir að engu.

Burnley sótti stig gegn Arsenal
Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates vellinum í London í dag.

Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton
Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool nálgast toppliðið
Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær.

Viggó skoraði fallegasta mark gærdagsins
Í gær fóru fram þrír leiki á Evrópumótinu í handbolta og í þeim voru skoruð samtals 166 mörk. Viggó Kristjánsson, hægri skytta íslenska landsliðsins, skoraði þó það fallegasta af þeim öllum.

María lék allan leikinn í öruggum sigri United
María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Manchester United vann öruggan 3-0 heimasigur gegn Tottenham Hotspur í ensku Ofurdeildinni í dag.

EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mikilvægt að vinna Frakka með svona miklum mun
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir ótrúlegan sigur á Frökkum í milliriðlinum á EM í Ungverjalandi í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í dag. Strákarnir hringdu í fyrrverandi landsliðsmanninn Arnór Atlason sem fór yfir hversu mikilvægt það var að vinna leikinn svona stórt.

Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu
Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður.

Segja að Eriksen verði orðinn leikmaður Brentford á næstu dögum
Danski knattspyrnumaðurinn gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, sjö mánuðum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á Evrópumótinu í sumar.

Veiran herjar á lærisveina Erlings | Sá markahæsti smitaður
Hollenska landsliðið í handbolta varð í dag fyrir miklu áfalli þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Meðal þeirra sem eru smitaðir er Kay Smits, markahæsti maður Evrópumótsins til þessa.

Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“
Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“

„Hann er einn besti þjálfari í heimi“
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu.

Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik
Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær.

Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis
Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127.

Lykilmaður Chicago Bulls lengi frá eftir ósvífna villu
Alex Caruso, leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, er með brotinn úlnlið og verður mögulega lengi frá eftir að röntgenmyndir staðfestu brotið í dag.

Karabatic: Við fundum engar lausnir
Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi.

Dagskráin í dag: Körfubolti, NFL og golf
Það er nóg um að vera þennan sunnudaginn líkt og flesta sunnudaga á sportstöðvum Stöðvar 2. Amerískur fótbolti, alls konar körfubolti og golf.

Ótrúleg endurkoma Atletico Madrid
Atletico Madrid mætti Valencia í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Spænsku meistararnir hafa ekki verið að ná góðum úrslitum undanfarið en unnu ótrúlegan sigur í kvöld, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni
Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni.

Danir efstir í milliriðli eftir sigur á Króötum | Mikkel Hansen setti upp sýningu
Danir unnu góðan sigur á Króötum, 27-25, í milliriðli I á evrópumótinu í handbolta í Búdapest.

Manchester City missteig sig í toppbaráttunni
Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik.

Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar
Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar.

Darri og Þráinn kallaðir til Ungverjalands
Þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson hafa verið kallaðir til Ungverjalands til þess að fylla í skörð þeirra sem missa af næstu leikjum íslenska liðsins vegna kórónuverusmita.

Umfjöllun: Ísland - Frakkland 29-21 | Verðlaun í boði eftir einn merkasta sigur í sögu þjóðar
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29.

Stærsta tap Frakka í sögu EM
Sigur Íslands á Frakklandi á EM í handbolta er ekki bara sögulegur séð frá hlið Íslenska liðsins heldur líka séð frá frönsku sjónarhorni.

Twitter bregst við sigrinum: „Vá Ísland, Gæsahúð!“
Það var heldur betur glatt á hjalla á Twitter hjá stuðningsfólki íslenska landsliðsins eftir sigurinn frækna gegn Frökkum.

Viktor: Elliði sagði mér að vera reiður
„Það er alla vega langur tími þar til ég gleymi þessari stund. Þetta var sturlað,“ sagði hinn 21 árs gamli Viktor Gísli Hallgrímsson eftir heimsklassaframmistöðu í ótrúlegum sigri Íslands á Ólympíumeisturum Frakklands á EM.

Einkunnir eftir sigurinn frækna á Frökkum: Frammistaða sem sagði sex og margir léku sinn besta landsleik
Margir áttu stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn merkasta sigur í sögunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna vann Ísland Ólympíumeistara Frakklands með átta marka mun, 21-29, í milliriðli I á EM.

Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld
Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt.

Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð
Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld.

Tölfræðin á móti Frakklandi: Draumaleikur hægri skyttnanna og Viktors í markinu
Hægri vængur íslenska liðsins og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu buðu upp á heimsklassaframmistöðu í kvöld á móti einu besta handboltalandsliði heims.

Viggó: Vörnin var ótrúleg
Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var í miklu stuði eftir sigurinn magnaða gegn Frökkum á evrópumótinu rétt í þessu.

Elliði: Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið
„Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM.

Rangnick: Rashford hefur allt
Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á West Ham í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Jón Daði kom inná í fyrsta leik sínum með Bolton
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, sem gekk nýverið til liðs við Bolton Wanderers frá Milwall, kom inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir liðið í ensku annarri deildinni, League One, í dag. Bolton sigraði Shrewsbury 0-1 á útivelli.

12. umferð í CS:GO lokið: Óvænt úrslit en litlar sviptingar
Tólftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með óvæntum sigri Kórdrengja á Ármanni. Enn sem áður sitja þeir þó á botninum.

Rashford tryggði Manchester United sigur á síðasta andartaki leiksins
Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins þegar að Manchester United bar sigurorð af West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-0. Markið kom á síðustu andartökum leiksins og skaut Rauðu Djöflunum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Sara skoraði 13 í stóru tapi
Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta máttu þola sitt fyrsta tap í rúman mánuð er liðið tók á móti Sepsi í rúmensku deildinni í körfubolta í dag, 83-64.

Þriðji sigur Dortmund í röð
Borussia Dortmund vann sinn þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 3-2 og Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München.

Hollendingar sóttu fyrstu stigin í fjarveru Erlings
Hollendingar sóttu sín fyrstu stig í milliriðli I á EM í handbolta er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Svartfjallalandi, 34-30. Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins, var ekki á hliðarlínunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna fyrr í dag.

Blikar höfðu betur í Kópavogsslagnum | Leiknir sótti sín fyrstu stig
Tveir leikir fóru fram í riðli 1 í A-deild Fótbolti.net mótsins í fótbolta í dag. Breiðablik vann 2-0 sigur gegn nágrönnum sínum í HK og Leiknir vann 2-1 sigur gegn Keflvíkingum.

Styttir sér stundir í einangrun: Lætur fólki bregða og sendir framkvæmdastjórann í sendiferðir
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gúsatvsson lætur sér ekki leiðast í einangrun á hóteli í Ungverjalandi og leyfir fólki að fylgjast með hvað hann er að bralla á daginn til að stytta sér stundir.

Eitt smit greindist innan franska hópsins í dag
Kentin Mahé, leikmaður franska landsliðsins í handbolta, greindist með kórónuveiruna í dag og verður því ekki með gegn Íslandi á EM.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 29-27 | Eyjakonur höfðu betur í ótrúlegum leik
ÍBV vann tveggja marka sigur, 29-27, er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Flóðgáttirnar opnuðust í ótrúlegri endurkomu Kórdrengja
12. umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk með óvæntasta spretti Kórdrengja sem endaði með 16-10 á Ármanni.