Handbolti

Stærsta tap Frakka í sögu EM

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Frakkar hafa ekki tapað stærra á EM
Frakkar hafa ekki tapað stærra á EM EPA-EFE/Zsolt Szigetvary

Sigur Íslands á Frakklandi á EM í handbolta er ekki bara sögulegur séð frá hlið Íslenska liðsins heldur líka séð frá frönsku sjónarhorni.

Sem kunnugt er vann Ísland leikinn með átta marka mun, 21-29, og er þetta stærsta tap franska landsliðsins á evrópumóti í handboltasögunni. Liðið hefur verið frábært undanfarna áratugi og hefur sankað að sér verðlaunum á flestum stórmótum. Liðið er meðal annars ríkjandi ólympíumeistari.

Franska landsliðið hefur tapað með sjö marka mun þrisvar sinnum á evrópumóti. Fyrir Þjóðverjum árið 1998, fyrir Rússum árið 2000 og fyrir Króötum árið 2012.

Þá hefur liðið einungis tapað þremur leikjum í heildina á síðustu þremur evrópumótum, samtals með níu mörkum. Það er því ljóst að leikurinn í dag var sögulegur á margan hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.