Handbolti

Danir efstir í milliriðli eftir sigur á Króötum | Mikkel Hansen setti upp sýningu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Mikkel Hansen setti upp sýningu í kvöld
Mikkel Hansen setti upp sýningu í kvöld EPA-EFE/Zsolt Szigetvary

Danir unnu góðan sigur á Króötum, 27-25, í milliriðli I á evrópumótinu í handbolta í Búdapest.

Danmörk vann leikinn 27-25 eftir að hafa leitt í hálfleik með einu marki, 12-11. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Danir höfðu þó frumkvæðið og náðu mest þriggja marka forskoti nokkrum sinnum í leiknum.

Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana og minnti heldur betur á sig. Hansen er einn besti sóknarmaður heims og sýndi það svo um munaði í kvöld, hann skoraði átta mörk og gaf aukinheldur ellefu stoðsendingar. Ótrúleg frammistaða. Mathias Gidsel og Emil Jakobsen skoruðu svo fimm mörk hvor. Hjá Króötum skoraði Marino Maric átta mörk og Tin Lucin fjögur.

Danir er efstir í milliriðlinum með sex stig en Ísland og Frakkland koma þar næst á eftir með fjögur stig hvor. Króatar sitja á botninum með ekkert stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×