Handbolti

Viggó skoraði fallegasta mark gærdagsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viggó Kristjánsson átti frábæran leik gegn Frökkum í gær. Hann kórónaði leikinn með því að skora fallegasta marg dagsins.
Viggó Kristjánsson átti frábæran leik gegn Frökkum í gær. Hann kórónaði leikinn með því að skora fallegasta marg dagsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Í gær fóru fram þrír leiki á Evrópumótinu í handbolta og í þeim voru skoruð samtals 166 mörk. Viggó Kristjánsson, hægri skytta íslenska landsliðsins, skoraði þó það fallegasta af þeim öllum.

Viggó var næst markahæsti maður íslenska liðsins með níu mörk í fræknum átta marka sigri gegn Ólympíumeisturum Frakka. Markahæstur var Ómar Ingi Magnússon með tíu.

Markið sem Viggó skoraði og var valið fallegasta mark dagsins var seinasta mark hans í leiknum, en með markinu kom hann Íslendingum í 28-21. Viggó fékk þá boltann úti við hliðarlínu hægra meginn, lék listilega á Dylan Nahi og setti boltann svo hárfínt yfir höfuð Wesley Pardin í marki Frakka.

Evrópska handknattleikssambandið EHF birti lista yfir fimm fallegustu mörk gærdagsins og má sjá þau í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.