Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 19:05 Strákarnir okkar hópuðust saman í markinu og fögnuðu eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði síðasta skot leiksins, vítakast, og sigurinn ótrúlegi var endanlega í höfn. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. „Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti