Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 19:05 Strákarnir okkar hópuðust saman í markinu og fögnuðu eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði síðasta skot leiksins, vítakast, og sigurinn ótrúlegi var endanlega í höfn. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. „Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
„Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira