Frá þessu er greint á Twitter-síðu franska handknattleikssambandsins, en þetta er þriðja smitið í franska hópnum á mótinu.
🚨 KENTIN MAHE TESTÉ POSITIF 🚨https://t.co/U6z6fKxnoz
— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) January 22, 2022
Í gær var greint frá því að þjálfari liðsins, Guillaume Gille, sem og einn leikmaður liðsins, Karl Konan hafi greinst með veiruna.
Í yfirlýsingu franska handknattleikssambandsins kemur fram að tilkynningin hafi verið send út eins stuttu fyrir leik Frakka gegn Íslendingum og mögulegt var til að gefa andstæðingum dagsins engar vísbendingar.
Staða kórónuveirunnar innan franska hópsins er langt frá því að vera jafn slæm og í íslenska hópnum, en nú hafa alls átta leikmenn Íslands greinst með veiruna.