Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:46 Ísland vann magnaðan átta marka sigur gegn Ólympíumeisturum Frakka í gær. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Eins og flestir Íslendingar ættu að vita vann íslenska karlalandsliðið í handbolta ótrúlegan átta marka sigur gegn feiknasterku liði Frakka í milliriðli I á EM í gær. Íslenska liðið var nokkuð mikið lemstrað eftir að átta reyndustu leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna, og því var sigurinn því mun sætari. Sigurinn þýðir það að möguleikar Íslands á sæti í undanúrslitum eru góðir. Sigrar í seinustu tveimur leikjum liðsins gegn Króötum á morgun og Svartfellingum á miðvikudag ættu að skila liðinu þangað, en ekki verður kafað of djúpt í alla þá möguleika sem gætu komið upp hér. Líkt og Íslendingar voru erlendu miðlarnir steinhissa á stórsigri Íslands, og eins og áður segir kallaði L'Equipe leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ Franski miðillinn var ekki sá eini sem fjallaði um leikinn á þessum nótum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur á TV2 í Danmörku fór einnig fögrum orðum um leik Íslendinga. „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði Nyegaard. Island on fire 🔥🔥🔥 https://t.co/FZG0ig6zxx— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 22, 2022 „Alls voru átta leikmenn frá vegna kórónuveirunnar, en á ótrúlegan hátt náðu Íslendingarnir að spila gegn „Les Blues“ með hugrekki og hjarta. Magnaður Ómar Ingi Magnússon í hægri skyttu og Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu voru meðal þeirra leikmanna sem stigu upp fyrir eldfjallaeyjuna,“ segir í umfjöllun TV2. Danirnir voru ekki þeir einu sem hrósuðu Viktori Gísla fyrir sinn leik, en Martin Frändesjö á TV10 í Svíþjóð sagði í samtali við Sportsbladet að hann hafi fengið tár í augun. „Það gekk allt upp. Maður fær bara tár í augun við að sjá svona leik frá markmanninum,“ sagði Frändesjö. Þrátt fyrir þennan magnaða sigur Íslands í gær er markmiðinu ekki náð enn. Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum og sá fyrri er gegn Króötum á morgun klukkan 14:30. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira