Viggó var sérstaklega ánægður með vörnina og varnarleikinn.
„Við spiluðum ótrúlega í fyrri hálfleik, Viktor Gísli varði frábærlega, vörnin var ótrúleg og við náðum forskoti sem þeir náðu aldrei að brúa. Við vorum einhvernveginn bara með þá“, sagði Viggó.
Aðspurður hvort sigurinn hafi þýtt að nú sé tími örvhentu mannana kominn þá jánkaði Viggó því og skaut skemmtilega á Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara sem stóð álengdar.
„Já loksins leyfði Gummi okkur örvhentu að spila“, sagði Viggó hlæjandi og bætti við:
„Þetta gekk bara framar vonum það er ekki hægt að segja annað. Þetta gekk ótrúlega smurt fyrir sig og við erum ótrúlega ánægðir með þennan sigur það er ekkert annað hægt að segja“.
Að lokum henti Viggó smávegis bæn á almættið.
„Ég held að það hafi ekki margir haft trú á okkur fyrir þennan leik þannig að við sýndum að við erum drullugóðir þó við séum fáliðaðir og nú er bara að biðja til guðs um að það verði ekki fleiri covidsmit“.