Handbolti

Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daníel fagnar í leiknum gegn Frökkum í gær.
Daníel fagnar í leiknum gegn Frökkum í gær. vísir/getty

Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður.

Daníel hefur komið sterkur inn í leik liðsins á báðum endum í fjarveru lykilmanna. Hann greindist jákvæður á hraðprófi og er beðið eftir niðurstöðu úr PCR.

Áður höfðu átta leikmenn liðsins smitast af veirunni skæðu sem og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari liðsins.

Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Elvar Örn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson hafa allir smitast á mótinu.

Einhver von er til þess að einhverjir þeirra snúi til baka síðar á mótinu. Næsti leikur drengjanna er gegn Króötum á morgun.


Tengdar fréttir

Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar

Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×