Handbolti

Hollendingar sóttu fyrstu stigin í fjarveru Erlings

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kay Smits skoraði níu mörk fyrir Hollendinga í dag.
Kay Smits skoraði níu mörk fyrir Hollendinga í dag. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images

Hollendingar sóttu sín fyrstu stig í milliriðli I á EM í handbolta er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Svartfjallalandi, 34-30. Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins, var ekki á hliðarlínunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna fyrr í dag.

Svartfellingar höfðu yfirhöndina framan af í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti í stöðunni 10-6. Þá tók hollenska liðið við sér og snéri leiknum sér í hag fyrir hlé. Hollendingar fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 18-16.

Svartfellingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark í nokkur skipti í síðari hálfleik, en náðu aldrei að jafna metin. Hollenska liðið seig fram úr undir lok leiksins og náði mest fimm marka forskoti og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 34-30.

Kay Smits var eins og svo oft áður atkvæðamestur í sóknarleik Hollendinga með níu mörk. Holland situr nú í fjórða sæti milliriðilsins með tvö stig, líkt og Ísland og Svartfjallaland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.