Fleiri fréttir

Táningur bannaður fyrir lífstíð
Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður
Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik.

Harder sökkti West Ham og María lék allan leikinn er Man Utd komst í undanúrslit
Átta liða úrslit deildarbikars kvenna í knattspyrnu á Englandi fóru fram í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék sjötíu mínútur er West Ham United tapaði 4-2 á heimavelli gegn Englandsmeisturum Chelsea.

Ungstirnið Elanga kom Man Utd á bragðið eftir ömurlegan fyrri hálfleik
Manchester United vann 3-1 útisigur á Brentford í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hörmungar fyrri hálfleik stigu gestirnir upp og sóttu stigin þrjú.

Bergwijn kom Tottenham til bjargar
Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins.

Egyptaland og Nígería áfram
Egyptaland og Nígería eru komin upp úr riðlakeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigra í kvöld.

Fram fór illa með botnliðið
Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofurbikarsins
Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Þrír smitaðir í íslenska liðinu
Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid.

Þorleifur Ólafsson: Spiluðum vel í þrjá leikhluta
Grindavík tapaði sínum fjórða leik í röð gegn Breiðabliki í kvöld. Leikurinn endaði 77-71 Kópavogskonum í vil og var Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur með úrslitin.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 77-71 | Annar sigur Breiðabliks á tímabilinu
Breiðablik vann sinn annan sigur í Subway-deild kvenna í kvöld gegn Grindavík. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum. Breiðablik vann að lokum sex stiga sigur 77-71.

Valencia kom til baka og landaði sigri í Grikklandi
Martin Hermannsson og félagar í Valencia komu til baka gegn Promitheas í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Valencia var fimm stigum undir fyrir síðasta fjórðung en sneri taflinu sér í hag og vann leikinn með þriggja stiga mun, 71-68.

Ögmundur spilaði er Olympiakos tapaði | Markalaust hjá Sverri Inga
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í 8-liða úrslitum grísku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag. Ögmundur Kristinsson var í marki Olympiacos er liðið tapaði gegn Panetolikos og Sverrir Ingi Ingason lék með PAOK í markalausu jafntefli gegn AEK Aþenu.

Guðmundur í gini dönsku pressunnar
Það er frídagur á EM og dagurinn því nýttur á ýmsan hátt hjá liðunum. Meðal annars með því að hitta fjölmiðlamenn.

Fyrst kvenna til að dæma í Afríkukeppninni
Salima Mukansanga braut blað í knattspyrnusögunni í gær er hún varð fyrst kvenna til að dæma leik í Afríkukeppni karla í knattspyrnu.

Dusty opnaði sláturhús í kjarnorkuverinu
Það var fátt um fína drætti hjá XY þegar Dusty pakkaði þeim saman 16-4 í Nuke í gærkvöldi.

Kórónuveiran tekur einn besta hornamann heims úr sænska landsliðinu
Niclas Ekberg verður ekki með sænska handboltalandsliðinu í milliriðlinum á Evrópumótinu eftir að hornamaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag
Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag.

Sjáðu Guðbjörgu og Tiönu hlaupa báðar undir Íslandsmetinu í sama hlaupinu
Íslensku spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth buðu upp á sögulegt hlaup í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.

Saga stóðst ekki pressuna frá Þór
12. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst í gær með sannfærandi sigri Þórs á erkifjendunum í Sögu, 16-8.

Enn versnar martraðarástandið hjá Alfreð og þýska landsliðinu
Hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn úr þýska landsliðinu í handbolta hafa nú greinst með kórónuveirusmit á Evrópumótinu í Slóvakíu og Ungverjalandi.

Curry svarar þeim sem segja hann hafa eyðilagt körfuboltann
Stephen Curry hefur litlar áhyggjur af umkvörtunum þeirra sem segja að hann hafi eyðilagt körfuboltann með leikstíl sínum.

Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti
Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin.

Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum
„Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi.

Duvnjak sagður missa af leiknum við Ísland og Króatar kalla sjö leikmenn inn
Króatíska handboltastjarnan Domagoj Duvnjak verður að öllum líkindum ekki með gegn Íslandi á Evrópumótinu á mánudaginn.

Hörður Ingi til Sogndal
Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Suárez vill endurnýja kynnin við Gerrard hjá Aston Villa
Steven Gerrard er búinn að fá Philippe Coutinho til Aston Villa og er nú er annar fyrrverandi samherji hans, Luis Suárez, orðaður við liðið.

Enn einum KR-leiknum frestað en núna ekki út af þeim: Biðin verður 39 dagar
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert mikið af því að fresta leikjum vegna kórónuveirusmita og fleiri bættust í hópinn í dag.

DR: Ísland vantar topplínumann og toppmarkmann til að berjast um verðlaun
Handboltasérfræðingur danska ríkisútvarpsins hafði mikla trú á íslenska landsliðið fyrir þetta Evrópumót í handbolta og hann skrifar stuttan pistil um íslenska liðið nú þegar ljóst er að Danir mæta Íslandi í fyrsta leik í milliriðlinum.

Íslenska landsliðið má spila á Íslandi: Ólafssalur fékk undanþágu frá FIBA
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið heimilislaust eftir að Laugardalshöllin datt úr vegna vatnsskemmda því liðið fékk ekki leyfi frá FIBA til að spila á heimavelli í undankeppni HM í lok síðasta árs. Nú hefur Ólafssalur á Ásvöllum fengið sérstaka undanþágu frá FIBA.

„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“
Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni.

Ísland eina þjóðin á EM sem er með þrjá þjálfara í milliriðlunum
Íslensku þjálfararnir á Evrópumótinu í handbolta í ár skiluðu allir liðum sínum í milliriðla. Eini tapleikur þeirra í riðlakeppninni var uppgjörsleikur tveggja íslenskra þjálfara.

Nils Arne Eggen látinn: „Mesta goðsögn í sögu Rosenborg“
Nils Arne Eggen, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Rosenborg, er látinn. Hann var áttræður.

Neymar sannfærður um að Netflix myndin breyti skoðun margra á honum
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er frábær leikmaður en kannski orðinn þekktari fyrir leikaraskap heldur en snilli sína inn á vellinum.

Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“
Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn.

Anníe Mist og Katrín Tanja misstu af fluginu heim til Íslands
Íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir voru aðeins lengur í Bandaríkjunum en þær ætluðu sér.

Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum.

Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar
Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi
Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu.

Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut
Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86.

Segja slæmt fyrir mótið að Ungverjar hafi ekki farið áfram
Sérfræðingar TV2 segja að það sé slæmt fyrir framhald Evrópumóts karla í handbolta að heimalið Ungverjalands sé úr leik.

Aron: Þetta er geggjað lið
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár.

Dagskráin í dag: Subway-deildin, enska 1. deildin og rafíþróttir
Boðið verður upp á fimm beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 á þessum ágæta miðvikudegi.

Tuchel: Við þurfum nokkurra daga frí
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi virkað þreyttir í 1-1 jafntefli liðsins gegn Brighton í kvöld og að þeir þurfi á fríi að halda.