„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 21:30 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að Björgvin Páll, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson hefðu greinst með Covid-19. Þetta er mikið högg fyrir íslenska landsliðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína á EM. Björgvin Páll hefur sérstaklega notið sín og var hreint út sagt frábær þegar mest á reyndi gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Hann ætlar þó að leyfa sér að dreyma að Ísland fari sem lengst á Evrópumótinu þó liðið verði án hans og hinna tveggja það sem eftir lifir móts. „Takk fyrir allar batakveðjurnar! Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur! Treysti hinum gaurunum í liðinu 100% fyrir framhaldinu án okkar þriggja sem vorum að greinast. Ætla að nota tímann næstu daga í að láta mig dreyma um að við náum langt á þessu móti og mun berjast fyrir því að komast eins hratt til baka og ég get,“ segir Björgvin Páll í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ef að heilsan leyfir þá mun ég leyfa ykkur að fylgjast með bataferlinu á mínum miðlum til þess að drepa tímann aðeins. Allt pepp, hugmyndir um hvernig ég sigrast á Covid-19 á 5 dögum, hvernig ég held geðheilsunni og fleira eru vel þegnar. Treysti því svo að þið öskrið úr ykkur lungum fyrir framan sjónvarpið á morgun þegar við spilum við Dani. Áfram gakk og áfram Ísland,“ bætti Björgvin Páll við. Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í milliriðli annað kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi sem og farið verður yfir allt það helsta úr leiknum að honum loknum. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að Björgvin Páll, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson hefðu greinst með Covid-19. Þetta er mikið högg fyrir íslenska landsliðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína á EM. Björgvin Páll hefur sérstaklega notið sín og var hreint út sagt frábær þegar mest á reyndi gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Hann ætlar þó að leyfa sér að dreyma að Ísland fari sem lengst á Evrópumótinu þó liðið verði án hans og hinna tveggja það sem eftir lifir móts. „Takk fyrir allar batakveðjurnar! Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur! Treysti hinum gaurunum í liðinu 100% fyrir framhaldinu án okkar þriggja sem vorum að greinast. Ætla að nota tímann næstu daga í að láta mig dreyma um að við náum langt á þessu móti og mun berjast fyrir því að komast eins hratt til baka og ég get,“ segir Björgvin Páll í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ef að heilsan leyfir þá mun ég leyfa ykkur að fylgjast með bataferlinu á mínum miðlum til þess að drepa tímann aðeins. Allt pepp, hugmyndir um hvernig ég sigrast á Covid-19 á 5 dögum, hvernig ég held geðheilsunni og fleira eru vel þegnar. Treysti því svo að þið öskrið úr ykkur lungum fyrir framan sjónvarpið á morgun þegar við spilum við Dani. Áfram gakk og áfram Ísland,“ bætti Björgvin Páll við. Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í milliriðli annað kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi sem og farið verður yfir allt það helsta úr leiknum að honum loknum.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira