Handbolti

Fram fór illa með botnliðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fam vann stórsigur í kvöld.
Fam vann stórsigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Segja má að leikur kvöldsins hafi verið leikur kattarins að músinni. Afturelding jafnaði metin í 1-1 snemma leiks og svo ekki söguna meir. Fram skoraði fjögur mörk í röð og eina spurningin var í raun hversu stór sigurinn yrði.

Munurinn var orðinn tíu mörk í hálfleik, staðan 18-8, og munurinn jókst bara í síðari hálfleik. Á endanum vann Fram 16 marka sigur, lokatölur 38-22.

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæst hjá Fram með átta mörk en þar á eftir kom Emma Olsson með sjö mörk í sjö skotum. Hafdís Renötudóttir varði 22 skot í leiknum og var með 50 prósent markvörslu. Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir var markahæst í liði Aftureldingar með sex mörk.

Fram er nú með 21 stig að loknum 12 leikjum og eykur þar með forskot sitt á toppi deildarinnar en Valur er í 2. sæti með 16 stig. Valskonur eiga þó leik til góða. Afturelding situr svo á botninum án stiga.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×