Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 10:00 Hollendingar fagna sigrinum á Portúgölum. epa/Tamas Kovacs Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira