Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:00 Alfreð Gíslason á bekknum hjá þýska landsliðinu. Þar gengur oft mikið á. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Sjá meira
Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Sjá meira