Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:00 Alfreð Gíslason á bekknum hjá þýska landsliðinu. Þar gengur oft mikið á. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira