Fleiri fréttir

Guðmundur: Ég hræðist ekki neitt
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur slæma reynslu af leikjum gegn Ungverjum í gegnum tíðina en vonast eðlilega eftir því að breyting verði á að þessu sinni.

Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir
Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu.

Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga
Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag.

Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst
Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi.

Aron: Liðið er tilbúið í þetta próf
„Þetta verður frábært og bara spenna í mannskapnum að takast á við þetta verkefni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson heldur betur klár í bátana fyrir úrslitaleikinn gegn Ungverjum í kvöld.

Fred: Falskar fréttir úr búningsklefa Manchester United
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred segir ekkert til í þeim fréttum að einhver óeining sé meðal leikmanna Manchester United eins og hefur verið skrifað talsvert um í enskum miðlum að undanförnu.

„Númer 1, 2 og 3 eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur“
Gríðarlega mikil spenna er fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumótsins í handbolta karla en öll fjögur liðin geta enn komist áfram. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að íslenska liðið verði fyrst og síðast að hugsa um sig og vinna Ungverja.

Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið?
Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu.

Aðeins svekktir Portúgalar gætu bjargað strákunum okkar ef þeir tapa
Eru strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ekki í toppmálum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á EM og nánast komnir áfram? Stutta svarið er nei, alls ekki, og liðið gæti hæglega fallið úr leik í kvöld.

Björgvin: Við erum ógeðslega góðir í handbolta
„Það hefur loðað við mig að elska mótlætið. Bæði í lífinu og handboltanum,“ segir reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson spenntur fyrir leiknum gegn Ungverjum.

Alfreð þurfti að hafa hraðar hendur eftir að fimm Þjóðverjar greindust með veiruna
Alfreð Gíslason þurfti að kalla í fimm leikmenn inn í þýska landsliðshópinn í stað þeirra fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær.

Sterkur sigur Lakers og Phoenix styrkti stöðuna á toppnum
Eftir þrjú töp í röð vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Utah Jazz, 101-95, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Blásið til sóknar á Hlíðarenda
Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir.

Dagskráin í dag: Ljósleiðaradeildin á fleygiferð
Það er rólegur þriðjudagur á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði
Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-77 | Heimamenn fara upp úr fallsæti
ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti.

Bruno ósáttur með að þéna ekki jafn mikið og launahæstu leikmenn Man Utd
Bruno Fernandes hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Manchester United þar sem hann er ósáttur með að samningurinn gefi honum ekki hærri laun en raun ber vitni.

Óvænt tap AC Milan þýðir að Inter er enn á toppnum
Þrír leikir fóru fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. AC Milan tapaði óvænt fyrir Spezia á heimavelli, Napoli vann Bologna 2-0 og Fiorentina vann …

„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“
Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins.

Danmörk og Frakkland áfram í milliriðla með fullt hús stiga | Svíþjóð slefaði áfram
Öllum leikjum dagsins á EM í handbolta er nú lokið. Danmörk og Frakkland fóru að fordæmi Spánar og Rússlands. Báðar þjóðir fara í milliriðla með fullt hús stiga. Svíþjóð skreið áfram í milliriðla þökk sé jafntefli gegn Tékklandi.

Fyrirliði Íslandsmeistaranna áfram á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals tilkynntu í dag að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði þeirra, hefði skrifað undir nýjan samning. Samningurinn er til eins árs.

Lewandowski og Putellas leikmenn ársins að mati FIFA | Chelsea á þjálfara ársins
Verðlaunahátíð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fór fram með pompi og prakt í kvöld. Robert Lewandowski var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki og Alexia Putellas í kvennaflokki. Þá voru Emma Hayes og Thomas Tuchel kosin þjálfarar ársins.

Vésteinn kosinn þjálfari ársins í Svíþjóð
Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari Daniel Ståhl – Ólympíumeistara í kringlukasti – var í dag kosinn þjálfari ársins í Svíþjóð.

Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla
Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil.

Kamerún og Búrkína Fasó í sextán liða úrslit
A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna
Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“
LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla.

Engir miðar seldir í Peking
Ekki verða seldir miðar til almennra áhorfenda, hvorki heimamanna né útlendinga, á Vetrarólympíuleikana sem hefjast í Peking í næsta mánuði.

Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína
Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús.

Brentford býður Eriksen samning
Enska úrvalsdeildarliðið Brentford ætlar að bjóða Christian Eriksen samning.

Niðursveiflan heldur áfram hjá Aroni og félögum
Al Arabi, lið Arons Einars Gunnarssonar, hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Liverpool stuðningsmennirnir sungu nafn Benitez eftir að þeir fengu fréttirnar
Rafael Benítez hefur nú starfað sem knattspyrnustjóri beggja stóru félaganna í Liverpool borg en á meðan hann er mjög óvinsæll meðal flestra stuðningsmanna Everton er aðra sögu að segja af stuðningsmönnum Liverpool.

Brentford selur Patrik til Noregs
Norska úrvalsdeildarliðið Viking hefur keypt markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson frá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.

Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu
Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála.

Búin að klára læknisnámið með atvinnumennsku fótbolta
Nadia Nadim flúði Afganistan ellefu ára gömul eftir að faðir hennar var drepinn. Síðan hefur hún gert mikið með tækifærin sín bæði inn á knattspyrnuvellinum en líka utan hans.

Gunnar skrifaði undir nýjan samning við UFC
Bardagakappinn Gunnar Nelson er ekkert á þeim buxunum að hætta að berjast en hann hefur skrifað undir nýjan samning við UFC-bardagasamtökin. Nýi samningurinn er upp á fimm bardaga.

EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni
Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

„Líður eins og íþróttamanni aftur“
Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna.

Sýndi stuðningsmönnum Marseille löngutöng í pirringi
Portúgalski landsliðsmaðurinn Renato Sanches hjá Frakklandsmeisturum Lille sýndi stuðningsmönnum Marseille fingurinn þegar hann var tekinn af velli í leik liðanna í gær.

Drama í Dallas en létt hjá Brady og tengdasyninum
Lið San Francisco 49ers, Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers komust áfram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og nótt en Dallas Cowboys, Pittsburgh Steelers og Philadelphia Eagles eru úr leik.

Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar
Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast.

Aðeins þrír leikmenn United óhultir ef Keane fengi að munda niðurskurðarhnífinn
Bara þrír leikmenn Manchester United væru öruggir með framtíð sína hjá félaginu ef Roy Keane fengi að ráða.

Búnar að selja 85 þúsund miða á kvennaleikinn á Nývangi
Barcelona og Real Madrid mætast í Meistaradeild kvenna í fótbolta þegar átta liða úrslit keppninnar fara fram í mars. Það er óhætt að segja að leikurinn í Barcelona verði sögulegur.

Sara hætti keppni í Miami en sagði ekki af hverju: Sóla á verðlaunapall
Sara Sigmundsdóttir kláraði ekki Wodapalooza CrossFit mótið í Miami um helgina en hún varð að hætta keppni eftir tvo daga af þessu fjögurra daga móti. Sólveig Sigurðardóttur komst aftur á móti á verðlaunapall í liðakeppni kvenna.

Borgar og úlfarnir unnu Curry-lausa stríðsmenn
Minnesota Timberwolves nýtti sér fjarveru Stephens Curry og vann Golden State Warriors, 119-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.