Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 16:31 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða í sigurleiknum á móti Portúgal. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn