Danmörk og Frakkland áfram í milliriðla með fullt hús stiga | Svíþjóð slefaði áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 21:30 Svíþjóð tróð sér með í milliriðla. Getty Images Öllum leikjum dagsins á EM í handbolta er nú lokið. Danmörk og Frakkland fóru að fordæmi Spánar og Rússlands. Báðar þjóðir fara í milliriðla með fullt hús stiga. Svíþjóð skreið áfram í milliriðla þökk sé jafntefli gegn Tékklandi. Í A-riðli mættust Danmörk og Norður-Makedónía. Það verður seint hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn og spennandi, Danir leiddu með fjórum í hálfleik og unnu leikinn með 10 marka mun, lokatölur 31-21. Niclas Vest Kirkeløkke var markahæstur í danska liðinu með 9 mörk. Danmörk endar á toppi A-riðils með fullt hús stiga á meðan Norður-Makedónía rekur lestina án stiga. Í C-riðli mættust Frakkland og Serbía í leik sem var einkar ójafn framan af. Frakkar leiddu með 9 marka mun í hálfleik, staðan þá 16-7. Á meðan Frakkarnir slökuðu á klónni í síðari hálfleik gengu Serbarnir á lagið og munurinn kominn niður í fjögur mörk er leiktíminn rann út, lokatölur 29-25. Kentin Mahe var markahæstur hjá Frakklandi með 6 mörk. Frakkland vinnur C-riðil með fullt hús stiga á meðan Serbía situr í 3. sæti með 2 stig. Mest spennandi leikur kvöldsins var leikur Tékklands og Svíþjóðar í E-riðli. Svíar þurftu stig til að komast áfram í milliriðla á meðan Tékkland þurfti sigur. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda og spennustigið hátt. Svíar tóku snemma forystuna en náðu aldrei að hrista Tékkana af sér. Mest náði sænska liðið þriggja marka forystu en alltaf komu Tékkarnir til baka. Lokamínúturnar spiluðust þannig að Svíþjóð komst yfir og Tékkland jafnaði, þannig fór leikurinn fram og til baka allt þangað til hann var flautaður af og staðan var 27-27. Jafnteflið dugði Svíþjóð til að skríða áfram í milliriðla en bæði lið enduðu með 3 stig. Að lokum komst Noregur í milliriðla eftir sex marka sigur á Litáen, lokatölur 35-29. Norðmenn enda í 2. sæti F-riðils með fjögur stig en Litáen tapaði öllum þremur leikjum sínum. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Í A-riðli mættust Danmörk og Norður-Makedónía. Það verður seint hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn og spennandi, Danir leiddu með fjórum í hálfleik og unnu leikinn með 10 marka mun, lokatölur 31-21. Niclas Vest Kirkeløkke var markahæstur í danska liðinu með 9 mörk. Danmörk endar á toppi A-riðils með fullt hús stiga á meðan Norður-Makedónía rekur lestina án stiga. Í C-riðli mættust Frakkland og Serbía í leik sem var einkar ójafn framan af. Frakkar leiddu með 9 marka mun í hálfleik, staðan þá 16-7. Á meðan Frakkarnir slökuðu á klónni í síðari hálfleik gengu Serbarnir á lagið og munurinn kominn niður í fjögur mörk er leiktíminn rann út, lokatölur 29-25. Kentin Mahe var markahæstur hjá Frakklandi með 6 mörk. Frakkland vinnur C-riðil með fullt hús stiga á meðan Serbía situr í 3. sæti með 2 stig. Mest spennandi leikur kvöldsins var leikur Tékklands og Svíþjóðar í E-riðli. Svíar þurftu stig til að komast áfram í milliriðla á meðan Tékkland þurfti sigur. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda og spennustigið hátt. Svíar tóku snemma forystuna en náðu aldrei að hrista Tékkana af sér. Mest náði sænska liðið þriggja marka forystu en alltaf komu Tékkarnir til baka. Lokamínúturnar spiluðust þannig að Svíþjóð komst yfir og Tékkland jafnaði, þannig fór leikurinn fram og til baka allt þangað til hann var flautaður af og staðan var 27-27. Jafnteflið dugði Svíþjóð til að skríða áfram í milliriðla en bæði lið enduðu með 3 stig. Að lokum komst Noregur í milliriðla eftir sex marka sigur á Litáen, lokatölur 35-29. Norðmenn enda í 2. sæti F-riðils með fjögur stig en Litáen tapaði öllum þremur leikjum sínum.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil. 17. janúar 2022 19:31