Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:37 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af mörkum sínum á móti Portúgal. Getty/Sanjin Strukic Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira