Sport

Björgvin: Við erum ógeðslega góðir í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll verður vonandi í stuði í kvöld
Björgvin Páll verður vonandi í stuði í kvöld vísir/epa

„Það hefur loðað við mig að elska mótlætið. Bæði í lífinu og handboltanum,“ segir reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson spenntur fyrir leiknum gegn Ungverjum.

„Við erum fullir tilhlökkunar og ég tala nú ekki um að fara í stríð með þessum strákum.“

Það er allt undir í þessum leik. Annað hvort meiri handbolti næstu daga eða farmiði heim eftir leikinn.

„Ég held að við séum reynslunni ríkari frá síðustu mótum og ég held líka að við séum það hæfileikaríkir og það góðir í handbolta að við getum mætt kokhraustir í svona verkefni. Við erum ógeðslega góðir í handbolta. Ef við skilum okkar vinnu þá hræðist ég engan.“

Það er ekki alltaf svo gott að íslenska liðið sé með örlögin í eigin höndum en svo er þó núna. Sigur þýðir fullt hús og tvö stig í milliriðil.

„Ég hef verið í landsliðinu í 19 ár og oft verið að skoða önnur úrslit og svona. Núna hef ég ekkert hugsað um þetta því ég treysti okkur sem liði,“ segir Björgvin en hvað segir hann við drengina fyrir leik?

„Ég blaðraði svo mikið fyrir mót að ég leyfi þessu að gerast bara. Ég held að það þurfi lítið að segja. Menn vita að þetta snýst um okkur sjálfa.“

Klippa: Björgvin Páll ánægður með liðið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×