Handbolti

Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga

Sindri Sverrisson skrifar
Eyjakonur eiga fyrir höndum afar erfitt verkefni.
Eyjakonur eiga fyrir höndum afar erfitt verkefni. vísir/vilhelm

Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag.

ÍBV byrjar á heimaleik 12. eða 13. febrúar og heldur svo til Málaga í seinni leikinn 19. eða 20. febrúar, nema að liðin semji um að báðir leikir fari fram í sama landi.

liðið sem kemst áfram mætir annað hvort Banja frá Serbíu eða Dunajská Streda frá Slóvakíu í undanúrslitum.

Færeyska liðið H71 er einnig komið í 8-liða úrslitin og heldur ævintýri sínu áfram með rimmu við Galychanka Lviv frá Úkraínu.

Átta liða úrslit (fyrri leikur 12./13. febrúar, seinni leikur 19./20. febrúar):

  • HC Galychanka Lviv (Úkr) - H71 (Fær)
  • ÍBV - Costa del Sol Malaga (Spá)
  • ZRK Bekament Bukovicka Banja (Ser) - Dunajská Streda (Slóvakíu)
  • Visitelche.com Bm Elche (Spá) - Rocasa Gran Canaria (Spá)

Undanúrslit (fyrri leikur 26./27. mars, seinni leikur 2./3. apríl):

  • Lviv / H71 - Elche / Gran Canaria
  • ÍBV/ Malaga - Banja / Streda



Fleiri fréttir

Sjá meira


×