„Það þarf margt að ganga upp. Þeir eru með 20 þúsund manns á bakinu þannig að þetta verður erfitt. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Hollandi. Þeir eru töluvert þyngri og með meiri skyttur. Í sókninni verðum við að teygja á þeim og spila hraðann og flottann bolta. Ef við náum hraðaupphlaupunum líka í gang þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu.“
Kvöldið verður spennandi því Ísland getur bæði farið áfram með fullt hús eða dottið út. Strákarnir eru aftur á móti með örlögin í eigin höndum.
„Mér finnst liðið vera tilbúið í þetta próf. Við höfum sýnt að við erum meira en tilbúnir. Við mætum bara „cocky“ og rólegir inn í leikinn. Þetta er úrslitaleikur og það er bara sigur sem kemur til greina.“