Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 14:00 Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu gegn Hollandi. vísir/vilhelm Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Sjá meira
Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla.
Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Sjá meira