Fleiri fréttir

NBA: Golden State heldur í toppsætið

Golden State Warriors heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA deildinni og eru á toppi Vesturdeildarinnar með sautján sigra og tvö töp. Liðið fór létt með Portland Trailblazers í nótt. Phoenix Suns unnu sinn fimmtánda leik í röð.

Newcastle frumsýnir nýja stjórann gegn Arsenal í dag

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, verður á hliðarlínunni í fyrsta skipti er liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik dagsins. Howe gat ekki verið með liðinu gegn Brentford í seinustu umferð eftir að hafa greinst með veiruna skæðu.

Van der Vaart um Messi: „Skammastu þín ekkert?“

Raphael van der Vaart, fyrrverandi miðjumaður hollenska landsliðsins, var ekki hrifinn af frammistöðu Lionel Messi í leik Paris Saint-Germain og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni. 

Öruggur sigur gegn Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan átta marka sigur, 30-22, er liðið mætti Sviss á æfingamóti í Chep í Tékklandi í kvöld.

Kristján Örn markahæstur í naumum sigri

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu í kvöld nauman eins marks sigur á útivelli gegn Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 29-30, en Kristján Örn var markahæsti leikmaður gestanna með sex mörk.

Naumt tap í Tékklandi

Íslenska B-landsliðið í handbolta kvenna þurfti að sætta sig við eins marks tap gegn U21 árs liði Sviss í öðrum leik liðsins á æfingamóti í Tékklandi fyrr í dag.

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF og Stefán Teitur Þórðarson byrjaði fyrir Silkeborg er liðin gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“

Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim.

Annað mark Kýpur tryggði liðinu fyrsta stigið

Kýpverska kvennalandsliðið í fótbolta náði sér í sitt fyrsta stig í C-riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM 2023 er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var aðeins annað markið sem Kýpur skorar í undankeppninni.

Flughrædda mamman flaug til að sjá kveðjuleikinn eftir 26 ára feril

Ef hægt er að tala um goðsagnir í fótbolta þá hlýtur hin brasilíska Formiga að vera ein sú mesta. Hún hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna en flughrædd móðir hennar, sem aldrei hafði séð dóttur sína í landsleik, náði að telja í sig kjark til að sjá kveðjuleikinn.

Conte vill fá Bailly

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, vill fá Eric Bailly, varnarmann Manchester United. 

NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot

NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði.

Skallaði andstæðing og ógnaði dómara

Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði.

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims

Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil

Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn.

Alfons og Albert komnir í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér sæti í útsláttakeppni Smbandsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn CSKA Sofia og Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar tryggðu sér sigur í sínum riðli er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jablonec.

Sjá næstu 50 fréttir