Fleiri fréttir

Ari Freyr og félagar upp fyrir Anderlecht

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði Oostende þegar liðið heimsótti Mouscron í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Real Madrid setja pressu á nágranna sína

Real Madrid lyfti sér að minnsta kosti tímabundið upp í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 1-3 útisigri gegn Celta Vigo. Karim Benzema sá um markaskorun gestanna.

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum

Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.

Stjarnan snéri taflinu við og er komin í undanúrslit

Stjörnumenn eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins eftir 4-2 sigur gegn Fylki á Samsungvellinum í dag. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en fjögur mörk Stjörnumanna tryggðu þeim farseðilinn í undanúrslitin.

Endurkoma Bologna og Crotone nálgast fall

Bologna gerði sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur gegn Crotone í ítalska boltanum í dag. Crotone var 2-0 yfir í hálfleik, en þrjú mörk gestanna í seinni hálfleik tryggði þeim sigur.

Guardiola sér ekki eftir Sancho

Manchester City mætir Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Jadon Sancho hefur verið að gera frábæra hluti með Dortmund eftir að hann kom þangað frá Manchester City árið 2017. Pep Guardiola segist ekki sjá eftir því að hafa misst Sancho.

Southampton fyrsta liðið í undanúrslit FA bikarsins

Southampton heimsótti granna sína í Bournemouth í FA bikarnum í dag. Bournemouth var eina B-deildar liðið sem eftir var í keppninni, en þeir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Úrvalsdeildarlið Southampton.

Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrra mark Darmstadt þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Eintracht Braunschweig í þýsku annari deildinni.

Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn

Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi.

Hneig tvisvar niður í vigtun

UFC bardagakonan Julija Stoliarenko hneig niður á vigtinni fyrir bardaga hennar gegn Juliu Avila. Bardaganum hefur verið aflýst og forsvarsmenn segja það vera vegna vandræða í niðurskurði.

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Engir utanaðkomandi áhorfendur á Ólympíuleikunum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tokyo í sumar segja að engir utanaðkomandi áhorfendur verði leyfðir. Þetta er gert til að reyna að tryggja öryggi þátttakenda og íbúa Japan gegn kórónuveirunni.

Björn Bergmann dregur sig úr landsliðshópnum

Björn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki í lok mánaðarins í undankeppni HM 2022. Greint var frá þessu á Twitter síðu KSÍ.

Bamford vonast til að spila á EM í sumar

Patrick Bamford skoraði eitt og lagði upp annað í sigri Leed gegn Fulham í gærkvöldi. Bamford hefur nú skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili, en Harry Kane er eini enski framherjinn sem hefur skorað meira.

NBA dagsins: Framlenging í Denver, Boston basl og sigurganga Spurs

Boston Celtics tapaði gegn Scramento Kings í nótt og hafa nú tapað þrem leikjum í röð.  Denver Nuggets sigraði í Chicago eftir framlengdan leik og San Antonio Spurs eru nú komnir með þrjá sigurleiki í röð eftir góða ferð til Cleveland.

Steinunn ekki meira með í Skopje

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu.

Óttast um Kane og Son: „Svona leikir hjálpa ekki“

Peter Crouch, fyrrum enskur landsliðsmaður, segir að tap Tottenham gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni í gær hjálpi ekki félaginu í að halda leikmönnum eins og Harry Kane og Son Heung-min hjá félaginu.

Um­fjöllun og við­töl: Þór Ak. - ÍR 107-84 | Fjórði sigur Þórs í röð

Það bjuggust allflestir við hörkuleik hér í Höllinni á Akureyri í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti Breiðhyltingum úr ÍR í Dominosdeildinni. Stuðningsmenn Þórsara voru þó glaðir með hvernig leikurinn þróaðist því heimamenn voru ekki í gestgjafabuxunum að þessu sinni og flengdu ÍR-inga.

Árni í Breiðablik

Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir