Sport

„Khabib er hundrað prósent hættur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Khabib sagðist vera hættur í UFC og stendur við það.
Khabib sagðist vera hættur í UFC og stendur við það. Valery Sharifulin/Getty

Bardagakappinn Khabib Nurmagomedov er formlega hættur í UFC. Þetta staðfesti forseti UFC, Dana White, á Twitter-síðu sinni.

Khabib tilkynnti í október að hann væri hættur að berjast eftir enn einn sigur hans en árangur hans er 29-0.

Sögusagnir hafa gengið undanfarið að Khabib væri hættur við að hætta en Dana staðfestir nú að Khabib sé hættur.

„29-0 er það. Hann er hundrað prósent hættur. Það var ótrúlegt að horfa á þig vinna. Takk fyrir allt og njóttu þess sem þú tekur þér fyrir hendur, vinur minn,“ skrifaði White.

Khabib birti einnig mynd á Instagram síðu sinni þar sem hann þakkaði White fyrir allt samstarfið í gegnum tíðina.

„Þetta var góður kvöldmatur með frábæru fólki. Dana White, kærar þakkir bróðir og allt UFC teymið fyrir tækifærið að sanna mig. Þið hafið breytt lífi margra vegna íþróttarinnar,“ skrifaði Khabib og bætti við.

„Dana, ég mun aldrei gleyma viðhorfi þínu gagnvart mér. Faðir minn mun ekki gleyma því og synir mínir muna eftir þér. Ég vona að þið munið virða mína ákvörðun,“ bætti Khabib við.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.