Körfubolti

Körfuboltakvöld: Mun lítið framlag af bekknum bíta Keflavík í rassinn?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kjartan Atli og félagar í Körfuboltakvöldi hafa áhyggjur af framlagi af bekknum hjá Keflavík.
Kjartan Atli og félagar í Körfuboltakvöldi hafa áhyggjur af framlagi af bekknum hjá Keflavík.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í þætti sínum í gær. Meðal þess sem um var rætt var framlag af bekknum hjá Keflvíkingum.

„Þeir treysta rosalega mikið á byrjunarliðið sitt,“ sagði Teitur Örlygsson í þættinum í gær. Sérfræðingar þáttarins höfðu nokkrar áhyggjur af því að framlag af bekknum væri ekki nógu mikið hjá Keflavík. Sérstaklega nú þegar fer að styttast í úrslitakeppni.

Max Montana var látinn fara frá félaginu á dögunum og Teitur benti á að það er skarð sem þarf að fylla.

Hermann Hauksson var sammála kollega sínum og talaði um að þegar mikið álag er á liðin í úrslitakeppni skipti miklu máli hvað þú ert með á bekknum.

Einnig var rætt um hvort að það hafi verið rétt að láta Israel Martin fara frá Haukum, en Haukar sitja í neðsta sæti deildarinnar og berjast fyrir lífi sínu.

Strákarnir fóru líka yfir í léttara tal og veltu fyrir sér hvaða lið væru líklegust til að vinna þann stóra ásamt fleiru.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: KBK framlenging



Fleiri fréttir

Sjá meira


×