Handbolti

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk í sigri Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk í sigri Kristianstad. Vísir/Hulda

Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.

Jafnt var með liðunum frá upphafi til enda, en Kristianstad náðu að hrista gestina af sér undir lok leiksins. Gestirnir frá Malmö fóru með eins marks forskot inn í hálfleikinn en heimamenn náðu hægt og bítandi forystunni aftur og létu hana aldrei af hendi. 

Heimamenn náðu mest fjögurra marka forskoti og þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til að koma sér í undanúrslit.

Magnus Persson var markahæstur í liði gestanna með sjö mörk, líkt og Gregor Ocvirk í liði heimamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×