Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 22:30 Sebastian Alexandersson heldur ekki áfram með Fram. vísir/hulda margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira