Fleiri fréttir

Valur að semja við Johannes

Valur er að semja við vinstri bakvörðurinn Johannes Björn Valll. Hann er 28 ára gamall Svíi sem hefur alla tíð leikið í heimalandinu.

„Sem hornamaður er ég móðguð“

Írisi Ástu Pétursdóttur finnst full fáir hornamenn vera í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Rætt var um æfingahópinn í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni.

Guardiola óttast afleiðingar landsleikjahlésins

Bestu knattspyrnumenn heims fara á flakk í næsta mánuði og þar á meðal íslensku landsliðsstrákarnir. Einn knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni er strax farinn að vara við afleiðingunum.

Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi.

Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda

Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum.

Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

Misskilningurinn í Mýrinni

Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni.

Ólafía Þórunn barnshafandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski.

Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf

„Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar.

„PSG heil­steyptara lið en við“

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, var bugaður í viðtali eftir 1-4 tap sinna manna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Magnaður Mbappé sökkti Messi og fé­lögum á Ný­vangi

Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld.

Meistarinn kominn í undan­úr­slit enn á ný

Novak Djokovic er kominn í undanúrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Djokovic á titil að verja en hann hefur unnið Opna ástralska undanfarin tvö ár og alls átta sinnum á ferlinum.

Öruggt hjá ÍBV gegn HK

ÍBV vann sex marka sigur á HK í eina leik dagsins í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 24-18 Eyjakonum í vil.

Teitur Örn frá­bær í dramatískum sigri Kristian­stad

Kristianstad frá Svíþjóð vann gríðar mikilvægan sigur á útivelli gegn Dinamo Búkarest í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 29-28 sænska liðinu í vil. Teitur Örn Einarsson for mikinn í liði gestanna.

Alaba stað­festir að hann sé á förum

David Alaba, varnarmaður heims-, Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, staðfesti í dag það sem hefur verið vitað undanfarnar vikur. Að hann muni yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út.

Lukibra-málinu ekki lokið fyrir risaleikinn á Ítalíu

Romelu Lukaku segir Zlatan Ibrahimovic ekki hafa verið með kynþáttaníð í sinn garð þegar að þeir rifust harkalega í bikarslag Mílanóliðanna í síðasta mánuði. Þeir ættu að geta mæst í stórleiknum í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina.

Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu.

NBA dagsins: Djassinn dunar enn í Utah

Bestu lið Vestur- og Austurdeildar NBA mættust í nótt þegar Utah Jazz og Philadelphia 76ers leiddu saman hesta sína. Utah sýndi styrk sinn með ellefu stiga sigri, 134-123.

Sportið í dag: Liverpool á heima í íslensku deildunum

Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu leiki kvöldsins í þætti dagsins. Það eru margir að velta fyrir sér hvernig Liverpool lið menn fá að sjá í kvöld.

Patrekur með gott tak á Snorra Steini

Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni.

Sjá næstu 50 fréttir