Handbolti

„Sem hornamaður er ég móðguð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íris Ásta Pétursdóttir hafði eitt og annað við valið á æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta að athuga.
Íris Ásta Pétursdóttir hafði eitt og annað við valið á æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta að athuga. stöð 2 sport

Írisi Ástu Pétursdóttur finnst full fáir hornamenn vera í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Rætt var um æfingahópinn í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni.

Arnar Pétursson valdi nítján leikmenn í íslenska hópinn sem æfir saman í þessari viku. Allir leikmennirnir spila hér heima.

Aðeins þrír hornamenn eru í æfingahópnum: Tinna Sól Björgvinsdóttir (HK), Harpa Valey Gylfadóttir (ÍBV) og Unnur Ómarsdóttir (Fram).

„Mér finnst þetta skrítið val með hornamennina. Sem hornamaður er ég móðguð,“ sagði Íris Ásta í Seinni bylgjunni.

„Mér finnst þetta galið. Þú þarft að vera með tvo góða leikmenn í hverri einustu stöðu. Ég veit að þetta er bara æfingahópur og allt leikmenn á Íslandi en af hverju ekki að velja hornamenn.“

Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um landsliðið

Haraldur Þorvarðarson benti á að leikmaður eins og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gæti hæglega leyst stöðu hornamanns.

Íris Ásta nefndi nokkra hornamenn sem hefðu átt að koma til greina til greina í æfingahópinn.

„Hringdi hann í Sollu [Sólveigu Láru Kjærnested] í Stjörnunni, hringdi hann í Karólínu [Bæhrenz Lárudóttur]. Vinstra megin, KA/Þór hornamennirnir eru búnir að gera fína hluti. Birta Lind Jóhannsdóttir, hún hefur átt fínt tímabil,“ sagði Íris Ásta.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

Misskilningurinn í Mýrinni

Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×