Golf

Ólafía Þórunn barnshafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekst á við nýtt hlutverk í sumar.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekst á við nýtt hlutverk í sumar. getty/Scott W. Grau

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski.

Ólafía greindi frá tíðindunum á Instagram í gær. „Hálfnuð! Við eigum von á barni í sumar. Mikil ást og spenningur,“ skrifaði Ólafía við mynd af þeim Thomasi.

Ólafía er fyrsti Íslendingurinn sem komst á LPGA-mótaröðina í golfi. Hún keppti á 26 mótum á LPGA og besti árangur hennar var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Ólafía hefur keppt á sjö risamótum á ferlinum og hefur hæst komist í 172. sæti heimslistans í golfi.

Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í golfi í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni 2018.

Ólafía var valin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.