Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:00 Theodór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir stóru málin í Seinni bylgjunni í gær. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00
Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30