NBA dagsins: Djassinn dunar enn í Utah Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 14:30 Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru heitasta lið NBA-deildarinnar um þessar mundir. getty/Alex Goodlett Bestu lið Vestur- og Austurdeildar NBA mættust í nótt þegar Utah Jazz og Philadelphia 76ers leiddu saman hesta sína. Utah sýndi styrk sinn með ellefu stiga sigri, 134-123. Jordan Clarkson var sjóðandi heitur og skoraði fjörutíu stig. Hann hefur átt afar gott tímabil og þykir líklegur til að vera valinn besti sjötti leikmaður NBA. „Ég hef aldrei spilað með neinum eins og JC á ferlinum,“ sagði Joe Ingles um samherja sinn eftir leikinn. „Það er nokkuð svalt að spila með einhverjum sem þekkir sitt hlutverk svona vel og líður svo vel í því.“ Clarkson setti niður átta þriggja stiga skot í þrettán tilraunum. Alls settu leikmenn Utah niður átján þrista í 45 tilraunum sem gerir 40 prósent nýtingu. Ekkert lið í NBA skorar fleiri þriggja stiga körfur að meðaltali í leik en Utah (16,8) og aðeins þrjú lið eru með betri nýtingu í þriggja stiga skotum (39,5 prósent). Donovan Mitchell skoraði 24 stig fyrir Utah í nótt og Ingles tuttugu. Rudy Gobert skoraði ellefu stig og tók níu fráköst. Utah hefur unnið átta leiki í röð og nítján af síðustu tuttugu leikjum sínum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia vegna meiðsla. Ben Simmons steig upp í fjarveru hans og setti persónulegt met með því að skora 42 stig. Ástralinn tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Tobias Harris skoraði 36 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum í röð er Philadelphia enn á toppi Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Utah og Philadelphia, Washington Wizards og Houston Rockets, Sacramento Kings og Brooklyn Nets auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 16. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Jordan Clarkson var sjóðandi heitur og skoraði fjörutíu stig. Hann hefur átt afar gott tímabil og þykir líklegur til að vera valinn besti sjötti leikmaður NBA. „Ég hef aldrei spilað með neinum eins og JC á ferlinum,“ sagði Joe Ingles um samherja sinn eftir leikinn. „Það er nokkuð svalt að spila með einhverjum sem þekkir sitt hlutverk svona vel og líður svo vel í því.“ Clarkson setti niður átta þriggja stiga skot í þrettán tilraunum. Alls settu leikmenn Utah niður átján þrista í 45 tilraunum sem gerir 40 prósent nýtingu. Ekkert lið í NBA skorar fleiri þriggja stiga körfur að meðaltali í leik en Utah (16,8) og aðeins þrjú lið eru með betri nýtingu í þriggja stiga skotum (39,5 prósent). Donovan Mitchell skoraði 24 stig fyrir Utah í nótt og Ingles tuttugu. Rudy Gobert skoraði ellefu stig og tók níu fráköst. Utah hefur unnið átta leiki í röð og nítján af síðustu tuttugu leikjum sínum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia vegna meiðsla. Ben Simmons steig upp í fjarveru hans og setti persónulegt met með því að skora 42 stig. Ástralinn tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Tobias Harris skoraði 36 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum í röð er Philadelphia enn á toppi Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Utah og Philadelphia, Washington Wizards og Houston Rockets, Sacramento Kings og Brooklyn Nets auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 16. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira