Fleiri fréttir

Klopp: Hélt að þetta met félli aldrei

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld.

Rakel með tvö er Blikar unnu Íslandsmeistarana

Breiðablik vann í kvöld 3-2 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í Lengjubikarnum, í uppgjöri liðanna sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn allt síðasta sumar án þess að tapa leik.

Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas

"Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi.

Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra

"Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum.

Félag ungra í skot og stangveiði

FUSS, félag ungra í skot- og stangveiði var nýlega stofnað. Tilgangur félagsins er að koma saman ungu fólki sem hefur áhuga á skot- og stangveiði.

Immobile sá fyrsti í 61 ár

Ciro Immobile er fyrsti leikmaðurinn í 61 ár til þess að skora 27 mörk í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi

Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson

Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur fer fram næsta miðvikudag kl 17:30 í Akóges salnum Lágmúla 4 3. hæð en þá fer einnig fram kosning til stjórnar.

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.

Í beinni í dag: Handboltinn á sviðið

Það verður mikið handboltafjör á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er einn leikur í beinni útsendingu auk þess sem málin verða í kjölfarið rædd frá ýmsum hliðum í tveimur þáttum af Seinni bylgjunni.

„Rasisminn hefur unnið“

„Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar

Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó.

EM kvenna hefst á Old Trafford

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á fína möguleika á að komast á Evrópumótið í Englandi sumarið 2021 eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni. Komist Ísland í lokakeppnina gæti liðið spilað á sumum af frægustu leikvöngum heims.

Ziyech fer til Chelsea fyrir 5,5 milljarða

Hakim Ziyech hefur skrifað undir samning til fimm ára við Chelsea og mun ganga í raðir félagsins í sumar frá Ajax. Kaupverðið nemur 33,3 milljónum punda, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir