Handbolti

Seinni bylgjan: Hún er sú sem að mótherjar Vals hræðast mest

Sindri Sverrisson skrifar
Valskonur eru ríkjandi meistarar.
Valskonur eru ríkjandi meistarar. vísir/bára

Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir stöðuna í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld nú þegar sautján umferðum er lokið.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Sérfræðingar Henrys að þessu sinni voru þeir Guðlaugur Arnarsson og Haraldur Þorvarðarson. Þeir ræddu meðal annars um risasigur meistara Vals á Haukum að Ásvöllum og þá staðreynd að Íris Björk Símonarsdóttir sneri aftur í mark Vals. Mikilvægi hennar er óumdeilt:

„Hún er náttúrulega frábær og er sá leikmaður sem að mótherjar Vals hræðast mest. Ef að hún byrjar leikinn á að verja 2-3 bolta þá dregur það tennurnar úr langflestum mótherjum,“ sagði Guðlaugur.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: 17. umferð kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×