Fótbolti

Immobile sá fyrsti í 61 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Immobile fagnar í gær.
Immobile fagnar í gær. vísir/getty

Ciro Immobile er fyrsti leikmaðurinn í 61 ár til þess að skora 27 mörk í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Þessi þrítugi framherji skoraði eitt marka Lazio er liðið vann 3-2 sigur á Genoa. Lazio er eftir sigurinn stigi á eftir Juventus á toppi Seríu A.

Antonio Angelillo var síðasti maðurinn til að skora svona mörg mörk í 25 fyrstu leikjum ítölsku úrvalsdeildarinnar en hann gerði það með Inter tímabilið 1958/1959.
Argentínumaðurinn endaði á því að skora 33 mörk í 33 leikjum og það er spurning hvort að ítalski Immobile nái fleiri mörkum.

Angelillo á þó ekki metið yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð í ítalska boltanum því það met á annar Argentínumaður, Gonzalo Higuain.

Hann skoraði 36 mörk í 35 leikjum þegar hann spilaði fyrir Napoli tímabilið 2015/2016 en hann er nú á mála hjá toppliði Juventus.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.