Handbolti

Sportpakkinn: Valur hélt toppsætinu á meðan Fjölnir fékk skellinn

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Fjölnismenn leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili.
Fjölnismenn leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. vísir/bára

Þrír leikir voru spilaðir í Olís deild karla í handbolta í gær, Fjölnir féll úr efstu deild á heimavelli þegar liðið tapaði með 13 mörkum fyrir ÍBV.

Leikurinn varð aldrei spennandi, ÍBV leiddi með 9 mörkum í hálfleik 12-21 og héldu áfram að bæta við forskoti í síðari hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur 25-38. Fjölnir er því fallið úr efstu deild þegar þrjár umferðir eru eftir

Hörkuleikur var í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Val. Leikurinn var í járnum en ÍRingar fengu skell um miðbik fyrri hálfleiks þegar Úlfur Kjartansson fékk beint rautt spjald, annan leikinn í röð, fyrir svipað brot á sama tíma leiks. Valur fór með eins marks forystu inní hálfleik, 13-14.

Leikurinn hélt áfram á sömu nótum í upphafi síðari hálfleiks eða allt þar til Valur náði þriggja marka forystu 17-20 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 23-23 og Valsmenn skoruðu skömmu síðar sitt 24. Mark. Það reyndist þó vera síðasta mark leiksins því liðunum tókst ekki að skora á síðustu 5 mínútum leiksins.

ÍRingar fengu ótal færa til að jafna leikinn en mistókst verkið og leiknum lauk með enn einum sigri Valsmanna sem sitja nú toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á FH sem fór í Kórinn í gær þar sem liðið mætti HK. 

Leikurinn var jafn framan af en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sigu FHingar framúr og leiddu með 7 mörkum í hálfleik, 11-18. Lítið marktækt gerðist í síðari hálfleik, FH vann 14 marka sigur á HK 20-34. HK er í næst neðsta sæti deildarinnar og fylgir að öllum líkindum Fjölni niður í Grill 66 deildina.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Valur hélt toppsætinu en Fjölnir féll

 


Tengdar fréttir

Breki: Ólíklegt að ég fari í Grillið

Breki Dagsson hefur átt frábært tímabil í Olís deildinni með Fjölni en nú er ljóst að liðið leikur ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×