Körfubolti

Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum á móti Slóvökum. Hér skorar hann 2 af 26 stigum sínum í leiknum.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum á móti Slóvökum. Hér skorar hann 2 af 26 stigum sínum í leiknum. Vísir/Bára

Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum.

Eftir fyrstu tvær umferðirnar í forkeppni undankeppni HM 2023 þá er Tryggvi með flest fráköst og flest varin skot að meðaltali í leik og svo í öðru sæti yfir flest stig og hæsta framlag í leik.

Tryggvi tók 14,5 fráköst að meðaltali í þessum fyrstu tveimur leikjum en næstur honum kemur Clancy Rugg frá Lúxemborg með 14,0 fráköst í leik. Clancy Rugg er einn af mörgum bandarísku leikmönnunum sem spila með hinum landsliðunum í þessari keppni.

Tryggvi varð síðan 5,5 skot að meðaltali í þessum tveimur leikjum en næstur honum á þeim lista kemur Slóvakinn Vladimir Brodziansky með 3,0 varin skot í leik.

Umræddur Clancy Rugg er með flest stig í leik eða 25,5 í leik en Tryggvi kemur næstur með 21,0 stig að meðaltali.

Tryggvi er líka næstu á eftir Clancy Rugg í framlagi en Clancy Rugg er með 32,5 framlagsstig að meðaltali en Tryggvi er rétt á eftir með 32,0 framlagsstig í leik. Kósóvinn Drilion Hajrizi er síðan með 30,5 framlagsstig í leik.

Pavel Ermolinskij spilaði bara seinni leikinn í þessum glugga en gaf í honum 11 stoðsendingar. Hann er með með flestar slíkar að meðaltali og væri líka í öðru sæti yfir heildarstoðsendingar í þessum tveimur fyrstu umferðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.