Sport

Í beinni í dag: Handboltinn á sviðið

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Selfoss mæta Stjörnunni í Garðabæ.
Íslandsmeistarar Selfoss mæta Stjörnunni í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Það verður mikið handboltafjör á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er einn leikur í beinni útsendingu auk þess sem málin verða í kjölfarið rædd frá ýmsum hliðum í tveimur þáttum af Seinni bylgjunni.

Stjarnan tekur á móti Selfossi í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar karla en Stjörnumenn eru sem stendur í 8. sæti og þurfa að gæta sín á Frömurum sem eru skammt undan, í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Selfyssingar eru í 6. sæti með 23 stig og gætu með sigri komist upp að hlið Aftureldingar og Hauka í 3.-5. sæti, og yrðu þá aðeins þremur stigum frá toppnum.

Í Seinni bylgjunni verður farið yfir nítjándu umferðina og strax í kjölfarið fjalla Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans um 17. umferðina í Olís-deild kvenna. Þar er baráttan um sæti í úrslitakeppninni orðin mjög hörð eftir leiki helgarinnar.

Í beinni í dag:
19.20 Stjarnan - Selfoss (Stöð 2 Sport)
21.15 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
22.45 Seinni bylgjan kvenna (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.