Körfubolti

Valur Orri á leiðinni aftur til Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur Orri lék síðast með Keflavík tímabilið 2015-16.
Valur Orri lék síðast með Keflavík tímabilið 2015-16. vísir/vilhelm

Körfuboltamaðurinn Valur Orri Valsson er á leiðinni aftur til Keflavíkur og klárar tímabilið með liðinu í Domino's deild karla.

Ekki liggur þó fyrir hvenær Valur byrjar að spila með Keflavík.

„Það er ekki komið á hreint hvenær hann fær flug og ég veit ekki alveg hvenær hann nær að spila sinn fyrsta leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi í dag.

Undanfarin ár hefur Valur leikið með Florida Tech í bandaríska háskólaboltanum. Hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu skólans.

Valur lék síðast með Keflavík tímabilið 2015-16. Þá var hann með 12,6 stig, 4,5 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

„Við erum með þokkalegan kjarna en það verður gaman að sjá hverju hann bætir við okkur,“ sagði Hjalti um Val.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Keflvíkingar eru í 2. sæti Domino's deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir Stjörnumönnum sem eru á toppnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×